Spina bifida – arfgengt?

Spurning:
Góðan daginn
Ég hef einhvern tíma heyrt að spina bifida sé arfgengt, en geti líka verið vegna skorts á fólínsýru hjá móður á meðgöngu. Mig langar að vita hvort það séu miklar líkur á því að kona með spina bifida occulta eignist barn með spina bifida meningocele eða spina bifida meningomyelocele. Hvert er hægt að leita til að fá nánari upplýsingar um þetta? Kv.

Svar:
Ekki er hægt að tala um ríkjandi arfgengi með spina bifida. Hins vegar getur skortur á fólínsýru í mataræði leitt til byggingagalla á borð við spina bifida. Ef þú ert að hugsa um meðgöngu og hefur af þessu áhyggjur vegna eigin galla eða galla í fjölskyldu þinni getur þú leitað til erfðaráðgjafa hjá kvennadeild LSH. Einnig getur þú flett upp spina bifida á leitarvélum á netinu.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir