Spiron 25 mg

Við hverju er þettað lif.kv.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Í fylgiseðli lyfsins stendur eftirfarandi:

Virkt innihaldsefni lyfsins, spírónólaktón, dregur úr of miklu magni af vökva í líkamanum með því að auka útskilnað á þvagi. Það er ólíkt mörgum öðrum þvagræsilyfjum að því leyti að ekkert kalíum tapast með þvaginu.
Lyfið er notað til meðhöndlunar:

  • Háþrýstings eða hjartabilunar, sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum sem ekki sýna fullnægjandisvörun við annarri meðferð
  • Bjúgmyndun í tengslum við hjarta-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, eða aðra sjúkdóma þegar önnurmeðferð hefur ekki borið árangur
  • Frumkomins aldósterónheilkennis (of mikil framleiðsla aldósteróns í nýrnahettunum).

Þú getur lesið þér betur til um lyfið HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur