Spurningar varðandi þunglyndislyf

Spurning:
Ég er búinn að vera á serótónínlyfjum í átta mánuði (Seroxat, Zoloft, Cipramil) vegna mikillar félagsfælni og kvíða. (Helstu lyf sem notuð eru til meðferðar á félagsfælni í dag eru þunglyndislyf sem einnig hafa verkun á ýmsa kvíðasjúkdóma.). Mér varð hálf óglatt fyrstu mánuðina af töflunum en það lagaðist þegar ég byrjaði á Cipramil. Ég finn fyrir breytingum til batnaðar, en ekki nógu miklum í sambandi við stress og kvíða. Getur verið að ég þurfi lyf sem hefur áhrif á bæði Serótónín og Noradrenalín? Hefur Noradrenalín áhrif á kvíða? Fyrstu mánuðina sem ég var á þunglyndislyfjunum tók ég Tafil með, og hafði það góð áhrif. Ég hætti á Tafil vegna þess ég veit að það er ávinabindandi. Það gekk vel að hætta á Tafil, en ég held að læknirinn minn hafi ekki trú á öðrum tegundum af kvíðalyfjum t,d, Exan.

Kær kveðja.

Svar:

Ekki hefur verið sýnt fram á mér vitanlega að noradrenalín sé mikilvægur áhrifavaldur í kvíðasjúkdómum. Exan, sem er lítið sem ekkert ávanabindandi, hentar vel við sumum tegundum kvíða, en ekki öðrum. Þar sem þú ert greinilega í meðferð hjá lækni, hef ég ekki trú á að ég geti gefið þér betri ráð um val á lyfjum en hann.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur