Steinefnaskortur

Fæ verki i vöðva eins og sinadrátt,einkum á nóttunni.Gæti mig vantað kalíum eða magnesíum?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Já það er rétt, þig gæti vantað magnesium, en ekki kalíum heldur mögulega Calsíum.

Eiginleg einkenni magnesíumskorts líkjast mjög þeim einkennum sem koma fram við Calsíumskort eins og taugatruflanir, skjálfti, vöðvaþreyta, krampi og andlegt ójafnvægi.

Algengara er að fólki vanti magnesium. Hægt er að kaupa t.d. duft í apóteki sem heitir Slökun og er blandað í vatn, til þess að ná upp réttu magni af Magnesium.  Flestir finna mun á sér frekar fljótlega. Það er fátítt að menn fái of stóran skammt af magnesíum, nýrun sjá um að skilja út allt umframmagn. Svo fremi sem þau starfi eðlilega.

 

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.