Sterakrem á kynfæri

Fékk lyfseðil fyrir daktacort því ég er með þrönga forhúð og mjög óþægilegt að koma við kónginn. Ég man ekki hvort á að setja sterakremið á kónginn eða forhúðina. Það er ekki hægt að ná í heimilislæknirinn minn útaf hann er í fríi. Hvernig á að nota kremið, veit að ég þarf að bera það á mig 2-3 á dag

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú átt væntanlega að bera það á hreina og þurra forhúðina. Ef þú færð ekki samband vði lækni á þinni heilsugæslu áttu að geta fengið að heyra í hjúkrunarfræðingi sem getur farið í gögnin þín og séð hvað læknirinn vildi. Eins getur þú sent fyrirspurn til heimilislæknis í gegnum Heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum. Þá fær sá læknir sem leysir af skilaboðin og svarar þér

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir. hjúkrunarfræðingur