stífkrampi í fótum á nóttunni

Vakna ca 2 á nóttunni með ólysanlega verki í vöðvum og leggur niður í tær

Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er margt sem getur mögulega valdið verkjum í vöðvum/fótum að næturlagi og erfitt að átta sig á hvert vandamálið gæti verið án læknisskoðunnar og útfrá svo stuttri lýsingu.

Til dæmis gæti verið að einkenni komi frá taugakerfi s.s. vegna álags, sjúkdóms eða klemmu, eða frá vöðvakerfi s.s. vegna áreynslu eða ójafnvægis elektrólýta s.s. magnesíums eða kalks í líkamanum.

Margir lýsa góðri reynslu af ólyfseðilskyldu magnesíumi, ýmist til inntöku eða sem krem, við vöðvakvillum og þá sérstaklega að næturlagi. Þetta er gjarnan notað m.a. vegna fótaóeirða og við eymsli í vöðvum eftir íþróttaiðkun.

Mikilvægt er að skoða einkennin heildrænt til þess að hægt sé að átta sig á hvað veldur. Önnur einkenni, tímalengd einkenna og hvort eitthvað hafi áhrif á einkennin til versnunar/bata eru lykilþættir í greiningu. Vel gæti reynst að hafa kvillan i huga í gegnum daginn til að reyna að komast að því hvort eitthvað í líkamsbeitingu dagsins gæti verið að stuðla að þessum næturverk.

Ef einkenni halda áfram er því mikilvægt að leita til læknis til almennrar uppvinnslu og skoðunar.

Gangi þér vel

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur