Spurning:
Halló, ég er með 4 mánaða stelpu og hún er rosalega dugleg en mér finnst hún vera full stíf alltaf og ég hef það á tilfinningunni að hún slaki aldrei á. Getur þetta verið eðlilegt?
Kveðja, ein áhyggjufull
Svar:
Ef barnið er mjög duglegt og fljótt til getur verið alveg eðlilegt að það sé sperrt þegar það vakir. Ef þér finnst barnið hins vegar vera þannig að það nær ekki að beygja liðamót almennilega eða er stirt í hreyfingum þá er það óeðlilegt og eins ef barnið nær ekki að verða máttlaust þegar það sefur. Ræddu þetta við lækninn í næstu ungbarnaskoðun.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir