stingur fyrir brjósti

góðan dag
é fæ stundum sting fyrir brjóst vinstra megin
ekki oft en koma svona 10 með stuttu millibili og svo getur liðið 1 til 2 vikur á milli

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Þetta hljómar í fyrstu eins og millirifjagigt, en hún lýsir sér sem sárir stingir sem koma snögglega og fara. Þeir verkir geta komið fram yfir brjóstkassa og alveg niður með síðu, eða yfir allan þann hluta búksins sem rifbein eru. Festumein er algengasta ástæða fyrir millirifjagigt.

Vissulega er hægt að ruglast á millirifjagigt og ýmsum öðru eins og hjartaöng, vélindabakflæði og öðrum sjúkdómum sem geta komið í brjóstholið. Mikilvægt er að fá rétta sjúkdómsgreiningu hjá heimilislækni til að hægt sé að beita viðeigandi meðferð.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.