Stingur í olbogabótina

Í kvöld fékk ég nokkuð sárann sting í olbogabótina á vinstri hendi og stóð þetta yfir í um 10 mínúndur. Þetta líktist nokkuð náladofa en mikið sárara. Ég kannast ekki við að hafa fundið þetta áður.

Er þetta eitthvað þekkt einkenni?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Verkur í olnboga kemur að öllum líkindum annað hvort vegna einhverskonar álags á liðinn eða hreyfingarleysi. Ef þetta líður hjá er fátt að gera nema mögulega forðast það sem þú varst að gera sem mögulega hefur framkallað verkinn.

Ef verkirnir koma aftur og þú getur ekki tengt þá við neitt ákveðið skaltu ráðfæra þig við lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur