Er hægt að kaupa Stinningarlyf i Apotek án lyfseðil?
Sæll
Stinningarlyf þarftu að fá uppáskrifuð hjá lækni. Það þarf að greina hver sé rót vandans og hvort lyfjagjöf sé rétta meðferðin sem og að fylgjast með mögulegum aukaverkunum t.d. áhrifum á blóðþrýsting svo eitthvað sé nefnt.
Eigir þú í vanda með stinningu skaltu ráðfæra þig við lækninn þinn sem mögulega vísar þér áfram til viðeigandi fagaðila allt eftir eðli og undirliggjandi ástæðu vandans
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur