Hæhæ, á mjög vont með að skrifa þetta en ég er 20 ára karlmaður og á mjög erfitt að ná honum upp. Hef sofið hjá 3 konum og hef aldrei náð honum upp en næ honum alltaf upp þegar ég er einn að horfa á klám. Horfi mikið á klám og horfi ég á það svona 4-6 sinnum á dag. Er eitthvað hægt að gera til að ég get fengið stinningu í kynlífi? Væri æðislegt ef ég gæti fengið svar við þessu.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Ég myndi í þínum sporum kanna hvort klámáhorfið sé að gefa þér skakka mynd á kynlífi sem veldur því að þú fáir lítið sem ekkert útúr raunverulegu kynlífi með manneskju, í staðin fyrir að leita t.d. lyfja.
Ef þú skrifar „kynlífsráðgjöf“ í leitarvél á netinu koma upp síður hjá sérfræðingum sem sérhæfa sig t.d. í vandamálum eins og þessum, en þeim er ekkert heilagt þegar kemur að vandamálum hvort sem það er hjá pörum eða einstaklingum. Ég hvet þig eindregið til að leita þér aðstoðar hjá einum slíkum.
Gangi þér vel.
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.