Sæll verið fòlkið!
Èg à við hvimleitt vandamál að etja. Frá því að ég var krakki hef èg gengið í svefni. Þetta eltast smá saman af mér. En fyrir rúmum 4 árum greindist ég með brjòstakrabba og fòr í brjòstnàm og lyf og geisla.Var àn atvinnu þennan tìma. En núna ì september fèkk èg vinnu í apòteki. Elska þessa vinnu, en er byrjuð á svefngöngur aftur. Trufla makann og sjálfa mig. Fòr à heilsugæsluna og fékk Nozian. Ok, sofna fljótlega en fer svo á oftast á stjá eftir kl. 2.
Er eitthvað til sem getur lagað mälið?
KV.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Svefnganga fullorðinna fer yfirleitt saman við óreglulegar svefnvenjur, álag og streitu. Ef þessum þáttum er kippt í liðinn hættir svefngangan oft af sjálfu sér. Í einstaka tilfellum er fólk meðhöndlað með lyfjagjöf, en það getur verið varhugavert þar sem lyfin geta einnig truflað eðlilegan svefn.
Þar sem þú ert á lyfjum nú þegar mæli ég með að ræða við þinn lækni um ástandið.
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.