Svefnlyf

Hvað eru margar tegundir af svefnlifjum til og hvað heita þær ég er að tala um svefnetruflanir hjá fullorðnum
78 ára hvað væri það besta sem þið gætuð ráðlegt þegar allt hefur verið reint

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Svefntruflanir geta verið af ýmsum ástæðum eins og  t.d. áhyggjur, álag, verkir, sjúkdómar,vímuefnaneysla eða aukaverkanir lyfja og er það líka þekkt að svefntruflanir aukast með aldrinum og getur þá breytt lífsmunstur, vaktavinna eða breytingaskeið kvenna, truflað svefn verulega. Þeir sem þjást af þreytu, dagsyfju og hrjóta mikið ættu að láta kanna hvort um kæfisvefn er að ræða og oft á tíðum er ástæðan einfaldlega óreglulegar svefnvenjur eða að fólk fer einfaldlega of seint að sofa. Til að leysa vandann er nauðsynlegt að ráðast að rótum hans og reyna að finna út hvað veldur svefnleysinu. Svefnlyf eru aldrei hugsuð til langtíma heldur bara til að koma sér yfir erfiðasta hjallann þegar vandamálið er orðið mikið. Algengustu svefnlyfin eru imovane, stilnoct, melatonin og halcion, síðan hafa verið notuð lyf eins og sobril, stesolid, míron, quetiapin, phenergan og svo lengi mætti halda áfram að telja upp. Það er ekki til nein töfralausn á þessu, ekki leggja sig yfir daginn, nota slökun, læra öndun, þreyta sig eða hafa jafnvægi á virkni og hvíld. Ég ráðlegg þér að finna út hvað það virkilega er sem truflar svefninn, þá fyrst er hægt að vinna á vandamálinu, finna lyf sem henta/hjálpa yfir versta hjallann eða breyta rútínu, hafa reglu á hvenær farið er að sofa. Læt fylgja með auka lesefni og bendi á lyfjahandbók Lyfju til frekari upplýsinga um lyfin.

Gangi þér/ykkur vel.

https://doktor.is/grein/god-rad-vid-svefntruflunum

https://www.midstodsalfraedinga.is/sites/default/files/baekl_svefn.pdf

https://persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=97&pid=25

https://www.betrisvefn.is/um-okkur/

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.