Svefnvenjur

Er hættulegt að taka svefntöflur á kverju kvöldi í mörg ár ?

Góðan dag.

Svefnlyf hafa aukaverkanir eins og flest önnur lyf og því þarf alltaf að skoða hvert tilfelli fyrir sig s.s. hver sé ástæða fyrir lyfjatökunni, hvort viðkomandi sé með einhverja undirliggjandi sjúkdóma o.fl. Þetta ætti sá læknis sem skrifar út lyfið að hafa skoðað og farið yfir með þér.

Nú veit ég ekki hvaða lyf þú tekur, afhverju eða hvert líkamlega og andlega ástand þitt er en það sem þarf alltaf að hafa í huga við inntöku svefnlyfja er að auðvelt getur verið að ánetjast þeim og mynda þol. Þá getur viðkomandi ekki sofnað eða sofið án þeirra eða myndar þol fyrir þeim svo þau hætta að virka og þá þarf annaðhvort að hækka skammta eða skipta um lyf. Þetta ástand er eðli máli samkvæmt ekki æskileg staða. Ef hætta þarf að taka svefnlyf eftir margra ára inntöku þarf að gera það í samráði við lækni til að koma í veg fyrir slæm fráhvarfseinkenni.

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur