Sveppasýking

Fyrirspurn:

Ég er með kláða í leggöngum. Hef fundið fyrir þessu í 4 daga. Einnig er smávægileg útferð. Er þetta eins og mig grunar sveppasýking. Læknar þetta sig sjálft eða þarf ég að fá stíla og krem?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

þessi einkenni eru klárlega samskonar og sveppasýking og ef svo er borgar sig að fá sér lyf við því. Þau getur þú keypt lyfseðilslaust í lyfjabúð. Ef þú átt maka getur hann hugsanlega hafa smitast og þá þarf hann sömu meðferð.

Alltaf er þó gott að fá staðfestingu læknis ef þú hefur ekki fengið slíka sýkingu áður og þekkir einkennin ekki á sjálfri þér því þau geta verið merki um annað.

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða,

Hjúkrunarfræðingur