Góðan dag, ég vildi fá að vita hvort sveppasýking á kynfærum gæti verið einkennalaus hjá konum? Maðurinn minn er með sveppasýkingu á typpinu og læknir sagði við hann að ég er eina sem gæti verið ástæðan fyrir því en ég finn engin einkenni. Á ég samt að bera á mig krem líka?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Ég myndi mæla með að þú berir á þig krem líka vegna þess að sveppasýking á kynfærum getur verið einkennalaus hjá konum. Það er hægt að fá stíla og krem í apótekum án lyfseðils.
Gangi þér vel,
Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur