Sveppasýking hjá barni?

Spurning:

29 ára – kona

Sæl verið þið.

Mig langar að spyrja ykkur hvers vegna 3ja ára gömul stúlka er með sveppasýkingu í klofinu.  Við erum búin að vera með lyf nú í 10 daga og engin breyting er á, einnig hef ég borið á hana ab-mjólk.  Þetta er farið að há henni mikið.  Einnig er hún komin með útbrot á allan líkaman en er ekki viss hvort það sé út af þessu eða bara hennar exem.  Einnig er hún komin með mikið að vatnsvörtum sem okkur var tjáð að ekki væri hægt að fjarlægja heldur færi með tímanum, var bara að velta því fyrir mér hvort að það sé einhver tenging þarna á milli?  Hún er með barnaexem og fæðuóþol þannig að er kannski eitthvað sem hana vantar í fæðuna?

Og eitt að lokum hvaða vítamín get ég gefið henni þar sem þau vítamín sem ég hef fundið eru ávallt með ávaxtabragði sem hún má ekki fá(sítrusoþol) og hún tekur ekki lýsi þar sem hún er með bráðaofnæmi fyrir fiski.

Með ósk um skjót svör.

Mamma í vandræðum

Svar:

Blessuð.

Útbrot á þessu svæði geta verið af öðrum toga en af völdum sveppa. Mæli með að húðsjúkdómalæknir kíki á stúlkuna.

Náttúrulækningabúðin á að geta veitt upplýsingar um vítamín sem ekki innihalda sítrus. Næringaráðgjafar geta einnig gefið upplýsingar um þörfina á vítamínum.

Kv.

Þórólfur Guðnason barnalæknir