sveppasyking undir brjosti

Ég er mjög slæm af sveppasýkingu undir brjóstum. Ég er búin að nota lyf og þríf þetta tvisvar á dag og nota sveppakrem en ekkert gengur.   Hvað er til ráða, hvað get ég gert ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Sveppasýking getur verið afskaplega þrálát og erfið viðureignar og eiginlega er það þolinmæðin og þarutseigjan sem vinnur þetta stríð.

Þú ert að nota lyf og krem og þrífur vel  sem er lykilatriði og þú þarft að halda því áfram.

Það er tvennt sem þú getur mögulega bætt við og það er í fyrsta lagi að reyna að láta lofta vel um svæðið. Sveppurinn vill alls ekki súrefni og þess vegna getur skipt sköpum að leyfa húðinni að „anda“ í nokkrar mínútur. Eins þarftu að gæta að því að nota engin ertandi efni þegar þú þrífur svæðið, ekki nudda húðina og þurrka hana mjög vel áður en þú klæðir þig.

Annað er að skoða mataræði. Það eru vissulega deildar meiningar um það hvort það að draga úr neyslu sykurs og gers  hafi áhrif en það er mögulega þess virði að prufa það.

Gefðu þessu tækifæri í nokkra daga og ef ekkert gengur hefur þú aftur samband við lækninn þinn.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur