Sviða verkir í fótum

Ég er með sviðaverki í fótum,þeir eru aðallega á nóttunni .
Er nokkuð nokkuð ráð við því
Kveðja

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Sviðaverkir í fótum er líklega það sem kallast fótaóeirð.

Fótaóeirð er tengd við röskun í taugakerfinu.

Klínísk skilmerki um fótaóeirð eru:

  1. Löngun til að hreyfa útlimi oft samfara dofa/náladofa.
    2.      Vöðvaóeirð.
    3.      Einkenni versna við hvíld og lagast oft tímabundið við hreyfingu.

Ráð við fótaóeirð eru mismunandi eftir hvernig þau eru flokkuð. Þau eru flokkuð eftir alvarleika og tegund einkenna.

Mikilvægt er að finna út hvort einhver undirliggjandi orsök liggur fyrir fótaóeirðinni og ef hún er til staðar að reyna að finna lækningu við henni.

Lyfjalausar leiðir við fótaóeirð gætu verið:

  • Fótanudd
  • Heitt bað eða hita/kælipokar sem hægt er að leggja við fótinn.
  • Góðar svefnvenjur
  • Einnig er nuddpúði til sem heitir Relaxis sem er fyrir

 

Væg einkenni er oft hægt að bæta einfaldlega með því að bæta svefninn sjálfan með róandi- eða svefnlyfjum. Einnig gæti atferlismeðferð reynst vel til að bæta úr dægursveiflum.

Verri einkenni verður svo að meðhöndla með öðrum lyfjum sem eru sterkari.

Ráðlegg ég þér að leita til læknis ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig og þinn svefn.

Við tölum um þetta hér ef þú vilt fræðast betur um fótaóeirð: https://doktor.is/sjukdomur/fotaoeird-2

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.