Sviðaverkur fyrir brjósti aftur í bak og niður í handleggi að aftanverðu
í hvert skipti þegar ég fer út í göngutúr fékk þetta eftir að það leið yfir mig og brákaði rifbein var fluttur á sjúkra hús og þar voru teknar sneið myndir bæði af höfði og brjóstkassa ekkert fannst orðin mjög leiður á þessu….Vantar að vita hvað þetta getur verið. ( PS ég er orðin 72 ára það er orðið ár síðan að ég tók eftir að sáðvökvin hefur farið minnkandi og hefur þykknað í leiðinni…..
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Þú ættir að ráðfæra þig við lækni og ganga úr skugga um að ekkert sé athugavert við hjartað og fá þá í leiðinni aðstoð við að meta hvað annða geti verið að valda þessum einkennum og hvort eitthvða sé hægt að aðstoða þig með það.
Varðandi sáðvökvann þá getur hann þykknað ef viðkomandi er ekki að drekka nægilega vel af vatni. Ef það er ekki skýringin og þetta veldur þér vandræðum skaltu ráðfæra þig við lækni.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur