Sviði/kláði á kynfærum

Góðan daginn,
Ég er búin að vera eiga við svolítinn kláða á kynfærum í einhvern tíma svona alveg við leggangaopið og aðeins á börmunum og hélt ég að ég væri með sveppasýkingu en núna fyrir 3 dögum fór kláðinn að versna og svíður mér þegar ég pissa og get ekki stundað kynlíf. Ég er hætt að geta sofið á nóttunni vegna kláða og ég skoðaði mig niðri og sá tvær svona eins og litlar bólur eða bungur á börmunum sem mig klæjaði sérstaklega í. Það var ekkert inní þeim en það er vont að koma við. Hvað á ég að gera ???

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér eindregið að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni sem fyrst þar sem þetta hljómar eins og tilfelli sem þarf að fá viðeigandi meðferð.

Gangi þér vel,

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.