Góðan dag, ég er búin að vera að reyna að Googla þetta vandamál, en ég á mjög erfitt með að finna út hvernig ég á að orða þetta svo að google „skilji“ mig.
Þannig er mál með vexti, að við ákveðnar hreyfingar, t.d. þegar ég ligg á maganum og fetti mig, þegar ég skeini mér í klósettferðum o.fl., þá kemur svimatilfinning í höfuðið og mikil þyngsli og sláttur, eins og einhvers konar skert blóðflæði. Á eftir fylgis svo höfuðverks-seyðingur sem varir í allavega hálftíma. Þetta vandamál er tiltölulega nýtt hjá mér og mér finnst þetta vera í einhverskonar tengslum við hrygginn og hvernig ég hreyfi hann.
Ég veit bara ekki hvert ég á að snúa mér og hvernig læknis ég ætti að leita til. Ef þið gætuð hjálpað mér eitthvað þá væri það mjög vel þegið.
Bestu kveðjur
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það er best að byrja á að fara til heimilislæknis, ef hann metur það svo getur hann vísað þér áfram til viðeigandi sérfræðings.
Gangi þér vel,
Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur