Svimi og ógleði

Langar að spyrja hvað geti valdi því ,að bara það að leggjast á bakið og ætla að gera td magaæfingar á dýnu veldur miklum svima og ógleði .
“Svimalæknir “ hefur ekki getað komið með nein svör. Einnig veldur strætó ógleði og svima,fara yfir brýr, labba stiga, fara inn í stórar hvelfbyggingar, rúllustigar, flugvélar og fl.
Að liggja á bakinu í rúmi veldur engum óþægindum. Þætti vænt um að fá skýringar og hvers konar lækni er mælt með að fara til. Er það taugalæknir ? Með fyrirfram þakkir

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það fyrsta sem mér dettur í hug gæti tengst kristöllunum í eyrunum þínum sem að fara á flakk og valda svima. Nú er spurning hversu mikill svimi þetta er, hvort þetta sé frekar lítill svimi eða að þú þurfir hreinlega að halda þér í því þér svimar svo mikið ?

En þar sem þetta tengist jafnvægiskynjurum sem eru í innra eyra myndi ég mæli með að heyra í háls, nef og eyrnalækni.

Gangi þér vel.

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir
Hjúkrunarfræðingur