Svimi rétt fyrir màltìðir

Sæl/sæll, hef verið að lenda mikið ì þvì að mér svimar oft rétt fyrir màltìð sem ég er að elda. Og lìka stundum eftir màltìðir en aðallega fyrir. Hef farið og làtið athuga blòðsykur à fastandi maga fyrst að morgni. Það hefur komið eðlilega ùt. Hef lìka mælst òvenju hàr ì blòðsykri 2 klst eftir màltìð sem innihélt àvaxtasafa. Nù var ég ekki svona fyrir bakflæðisaðgerð sem eg fòr ì. Er með frekar hraða meltingu eftir aðgerðina og jaðrar við dumping syndrome, fòr ì magatæmingar pròf. Getur verið eitthvað annað sem veldur þessum svima hjà mér tengt màltìðum?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega ráðfæra þig við lækni með þetta vandamál til þess að greina betur hvað hér er á ferðinni. Það sem þú lýsir hljómar vissulega eins og blóðsykurfall og mögulega lagast þetta ef þú lætur líða aðeins skemur á milli máltíða og gætir að því að máltíðin sé rétt samsett og innihaldi flókin kolvetni sem líkaminn er lengur að taka til sín. Það kemur þá vonandi í veg fyrir ýktar sveiflur í blóðsykri ef það er raunverulega það sem er að valda þessu. Viðtal við næringarráðgjafa sem myndi aðstoða þig við að skipuleggja máltíðir við hæfi gæti mögulega gagnast þér líka, en byrjaðu á heimilislækninum.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur