Sviði eða „varaþurrkur“ á forhúðinni

Spurning:

Sæll.

Ég á við smávandamál að stríða.
Fyrir um það bil viku þá fór ég að fá einkonar varaþurrk á forhúðina.

Þegar ég bretti upp á hann þá svíður mig alveg rosalega. Hvað á ég að gera???

Takk kærlega fyrir.

Svar:

Sæll.

Þú skalt þrífa þetta vel og bera svo mýkjandi krem á þetta.

Ef það eru minnstu líkur á að þú sért með kynsjúkdóm þá skaltu panta tíma
hjá Húð- og kynsjúkdómadeild (panta þarf tíma í síma 560-2320 milli 8.30 og 10.00) eða á
næstu heilsugæslustöð. Þar hittirðu lækni sem athugar þetta fyrir þig og
ráðleggur þér meðferð.
Ef þú ferð á Húð- og kynsjúkdómadeild í Þverholti þá þarftu ekki að borga neitt.

F.h. Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón þorkell Einarsson, læknanemi