Svitabað eða sviti rennur af höfði

Svita streymir frá höfði og lekur niður á bak og andlit.Hvað gæti þetta verið? Annað er yfirþyngd. Átti mjög erfitt að ganga á tímabili. Um leið og ég er að gera eitthvað litilræði að þá byrjar ballið hja mér. Hvað gæti þetta verið

kær kv

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Vandamálin gætu verið tengd, það er að þú svitnar vegna þess að þú ert í yfirþyngd. Aðrar mögulegar orsakir eru sykursýki eða einhver truflun á hormónabúskap.

Ráðfærðu þig við heilsugæslulækninn þinn með mögulegar orsakir og úrræði

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur