Svitakóf

Ég er að verða 78 ára gömul og fæ svitakóf oft á dag og mjög oft á nóttunni líka. Hef rætt þetta við lækna en fengið lítil svör. Við smá áreynslu lekur af mér svitinn og í hvíld byrjar þetta í höfði og fótum eins og þrýstingur og svitinn brýst út með óþægindum. Þetta hamlar mér mjög í daglegu lífi og væri ég þakklát ef svar fengist við þessu.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Mikið hlýtur þetta að vera óþægilegt fyrir þig svo ekki sé meira sagt!

Nú hef ég ekki alla söguna hjá þér til dæmis hvort þeir læknar sem þú hefur talað við hafi reynt einhver lyf við þessu.

Ég veit ekki orsökina og hef því ekki lausnina en ég myndi ráðleggja þér endilega að leita einu sinni enn til þíns heimilislæknis.

Ef hann hefur engin ráð að biðja hann þá um að vísa þér áfram til sérfræðings.

Gangi þér vel,

 

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur