Svokallaðir fæðingarblettir

Sæl/sæll, spurning hvort sé betra eða verra að láta fjarlægja fæðingarbletti sem eru á bakinu, gæti farið svo að þeir fjölgi sé meira en orðið er, ef farið er að kroppa í þá ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Fæðingablettir geta ekki dreift sér, en það geta hinsvegar nýjir myndast. Ég mæli með að þú látir þá í friði og kroppir ekki í þá.
Fæðingarblettir eru í flestum tilfellum góðkynja fyrirbæri.
Fæðingarblettir geta verið upphækkaðir. Slíkt er í flestum tilfellum ekki merki um illkynja þróun í blettum þó svo að sortuæxli geti verið upphækkuð. Hárvöxtur í fæðingarblettum er heldur ekki endilega merki um illkynja breytingu. Ég mæli því með að þú farir til húðlæknis sem að metur hvort það þurfi að fjarlægja fæðingarblettinn eða ekki.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur