Sykursýki?

Fyrirspurn:

Ég  á barn sem er 3 ára og hef áhyggjur af að hann sé með sykursýki. Hann er nefnilega alltaf þyrstur og alltaf á salerninu að losa þvag, fer á 5 mín fresti og er það er mikill lykt af þvagi hjá honum og er alltaf þreyttur þarf að sofa mikið og það er sykursýki ættgeng hjá mér. Hvað get ég gert?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er einfalt að láta athuga þetta hjá drengnum þínum og ef þú hefur áhyggjur skaltu ekki hika við það.

Þú getur annað hvort pantað tíma á heilsugæslunni eða hjá barnalækni og læknir mælir hjá honum blóðsykur. það er einfalt próf sem gefur oftast góða vísbendingu um hvort ástæða sé til að skoða málið betur. Endilega hafðu samband við lækni og láttu skoða þetta- einkennin sem þú lýsir geta vel átt við um sykursýki.

Með bestu kveðju og ósk um gott gengi.

Guðrún Gyða Hauksdóttir

Hjúkrunarfræðingur