Sykursýki

Hver eru einkenni þess?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Helstu einkenni sykursýki eru:

  • þorsti
  • tíð þvaglát
  • þreyta
  • lystarleysi og þyngdartap
  • kláði umhverfis kynfæri
  • sýkingar í húð og slímhúðum.

Þessi einkenni eiga við bæði insúlínháða og insúlínóháða sykursýki. Einkenni insúlínháðrar sykursýki koma fram á nokkrum vikum en þróun insúlínóháðrar sykursýki á sér yfirleitt lengri aðdraganda (allt upp í 10 ár) og sjúklingurinn getur verið einkennalaus eða einkennalítill mjög lengi.

Ef þú ert með eitthvað af þessum einkennum skaltu leita til þíns heimilislæknis sem getur getur gert einfalt og fljótlegt sykurpróf á þér.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur