virkar selexid á tannrótabólga
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,
Vanalega er Selexid notað til að meðhöndla sýkingar í þvagblöðru eða þvagleiðurum frá nýrum (þvagfærasýkingar) og sýkingar af völdum bakteríu sem nefnist salmonella.
Ef þú heldur að þú sért með tannrótarbólgu mæli ég með að fara til tannlæknis og fá viðeigandi sýklalyfjameðferð.
Gangi þér vel,
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.