Taug

Ég er með skerta taug í andliti ég man ekki hvað hún heitir ( taugin ) en læknir nefndi hana við mig sem þríburataug hvar finn ég upplýsingar ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þríburataug eða þrenndartaug (Trigeminal neuralgia) er skyntaug fyrir andlitið og hluta höfuðsins. Þessi taug hefur kjarna taugafrumubola í mænustofni sem teygir anga sína niður í efsta hluta mænunnar. Efstu hálstaugarnar fara inn til mænunnar og þar tengjast þeir kjarna þrenndartaugar. Vegna þessarar tengingar verður fyrirbærið að staðvilluverk, þ.e.a.s. verkirnir eiga upptök sín í hálsinum en eru skynjaðir sem höfuðverkur vegna leiðslu taugaboða. Hægt er að finna fullt af upplýsingum á netinu um þetta en læt fylgja með nokkra linka með upplýsingum um efnið.

Gangi þér/ykkur vel.

https://www.aans.org/Patients/Neurosurgical-Conditions-and-Treatments/Trigeminal-Neuralgia

https://www.ninds.nih.gov/disorders/patient-caregiver-education/fact-sheets/trigeminal-neuralgia-fact-sheet

http://www.vefjagigt.is/frodleikur/trigeminal-neuralgia/

https://www.gigt.is/ad-lifa-med-gigt/gigt-og-medferd/vefjagigt/andlits-og-kjalkaverkir

 

Með kveðju

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur