Spurning:
47 ára – kona
Nýlega var ég skorin upp í handlegg vegna taugaklemmu en láðist að spyrja af hverju taugar klemmast, svo var verið að tala um pin taug í hinum handleggnum. Finn lítið á síðunni varðandi þetta efni, var líka með vöðvahnút undir einum fingri sem var búin að angra mig í marga mánuði og fara til margra lækna sem ekkert skildu í þessu en svo dugði ein sprauta á þetta sem var búið að halda fyrir mér vöku mánuðum saman og mig langar líka að vita hvað veldur svona vöðvahnútum.
Svar:
Þú hefur fengið taugaklemmu sem er mjög algeng. Taugaklemman á sér stað við úlnliðinn þar sem taugin fer í gegnum þröng göng sem afmarkast af miðhandarbeinum og sinabandi. Gegnum þessi göng fara bæði 9 vöðvasinar ásamt þessari taug sem veldur dofa í fingrum ef hún klemmist. Það getur gerst ef aukin vökvasöfnun, bólga í sinaslíðrum eða t.d. beinútvöxtur.þetta er oft hægt að laga með aðgerð þar sem búið er til pláss fyrir taugina. Taug getur líka klemmst við áverka.
Bólguhnútar geta myndast í vöðvum eða sinum og getur það verið vegna álags en oft er ástæðan ekki vituð.
Kveðja,
Einar Eyjólfsson heimilislæknir