TEMSTA (ATIVAN/LORAZEPAM)

Spurning:

Góðfúslega veitið mér upplýsingar um lyfið, TEMSTA (ATIVAN/LORAZEPAM)

Bestu þakkir X

Svar:

Því miður finn ég engar upplýsingar um sérlyfið Temstaâ, en þetta á líklega að vera Temestaâ sem inniheldur virka efnið lorazepam eins og Ativanâ. Lorazepam er lyf af flokki benzódíazepínsambanda og hefur eiginleika sem svipa mjög til díazepams. Miðað við önnur benzódíazepínsambönd verkar lorazepam hratt og er lyfið því einkum notað sem svefnlyf. Lyfið er einnig notað við kvíða og sem krampalosandi í meðferð við flogaveiki.

Lorazepam er ekki skráð á Íslandi en það er skráð víðast hvar í löndunum í kringum okkur. Hér á landi er lyfið á skv. undanþágulista og því mögulegt að fá lyfið afgreitt hér á landi. Þar sem lyfið er ekki skráð hérlendis eru engar upplýsingar um það að finna í íslenskum lyfjaskrám.

Kveðja,

Torfi Rafn Halldórssson,
lyfjafræðingur