Tennisolnbogi – museskade?

Spurning:
Mig langar að vita hvort til eru upplýsingar á íslensku um það sem kallast á ensku mouse arm eða museskade á dönsku? Hvað kallast þetta á íslensku? Er þetta ekki þekkt vandamál hjá þeim sem vinna við tölvur hér á landi eins og erlendis?

Svar:
Við erum ekki frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar. Við köllum þetta í daglegu tali tennisolnbogi, en sjálfsagt er einnig hægt að kalla þetta ,,músaveiki" til að leggja áherslu á að orsökin er sökum tölvuvinnu á músinni. Ef þú leitar þér upplýsinga um orsakir, einkenni o.fl. er helst að fletta uppá erlenda orðinu ,,epicondylit".Erna Kristjánsdóttir sjúkraþjálfariSjúkraþjálfun StyrkStangarhyl 7,110 Reykjavík