Konan mín fór í mænustungu þar sem teskeið af mænuvökva vartekin og sett í þartilgert lyfjaglas sem síðan var sent til Gautaborgar til frekari ransóknara.
Eftirköstin sem hún hefur mátt þola síðan hefa verið nánast óbærileg vegna höfuðkvala sem fylgt hafa í kjöllfar,uppköst með galli og öllu tilheyrandi,gráti og andvökvum í rúma fimm sólarhringa,ég hef kallað til lækni hingað heim sem veitti enga úrlausn nema að fara á bráðamóttökuna í fossvogi sem við og gerðum,þar var svo sannarlega tekið vel á móti okkur allir vildu allt fyrir hana gara,m.a.gáfu þeir henni saltvatnsupplausn ásamt partazemol,köstin hafa eitthvað minnkaðNú spyr ég er það ekki háalvarlegt mál þegar sjúklingur er ekki meira upplýstur en gert er á þar til gerðu blaði sem fylgir
sjúklingnum heim eftir aðgerðina, þar sem talað er um að ca 5% til 7% fái hugsanlegan höfuðverk að henni lokinni.Í hennar tilfelli hefur þetta ástand verið eins og helvíti á jörð, hún hefði aldrei farið þessa leið ef hún hefði haft nokkra hugmynd hvað myndi gerast af öllum þessum ömurlegu afleiðingu.Nú vil ég spyrja er enginn önnur leið til að komast að vitglöpum nema með þessu hætti og þá hvernig,hvað er nauðsynlegt að taka mikin mænuvökva,er hugsanleg að það hafi verið tekið of mikið,spyr sá sem ekki veit
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Mikið er leitt að heyra að konan þín hafi fengið svona svæsnar aukaverkanir af mænuástungunni.
Höfuðverkur er algeng aukaverkun 5-7% eins og þú segir, en afar sjaldgæft er að aukaverkanirnar verði svona heiftarlegar.
Ég er sammála þér að það er vont að hafa ekki vitað fyrirfram að þetta væri sjaldgæf aukaverkun. Vonandi er hún að jafna sig.
Ég held ekki að það hafi verið tekið of mikill mænuvökvi – það eru ábyggilega staðlaðar verklagsreglur þar um.
Þessi greiningaraðferð á Alzheimer er frekar ný af nálinni en ég fann þær upplýsingar að samkvæmt Jóni Snædal öldrunarlækni er frá árinu 2016 nú hægt að greina Alzheimer töluvert fyrr en áður vegna nýrra greiningaraðferða. Nýjungin er sú að hægt er að mæla tiltekið efni í mænuvökva með mænuástungu og er sú rannsóknin er komin inn í verklag greiningarinnar hér á landi.
Gangi ykkur vel,
Svanbjörg Pálsdóttir, Hjúkrunarfræðingur