Þingd og hnjáskipti aðgerð

Ég er að fara í hnjá skipti að gerð og er að bíða og mig langar að reyna að létta mig og það gengur frekar illa hvað er til ráða svo langar mig að vita er í lagi að taka Nutra Lenk með levaxini seloken og atakor verða einhverjar aukaverkanir.Mig langar að taka Nutra Lenk ef það gæti hjálpa mér og linað verkina . En svo vil èg spyrja er hægt að senda mér svarið á mitt email

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er gott að stefna að því að létta sig fyrir aðgerðina en þar er engin töfralausn til. Hreyfing og mataræði er það eina sem virkar. Nutrilenk ætti að vera í lagi að nota með öðrum lyfjum en ráðfærðu þig endilega við lækninn þinn bæði varðandi lyfin og mataræðið þannig að hægt sé að gefa þér leiðbeiningar sem henta þér  sérstaklega.

Fyrirspurnum á doktor.is er eingöngu svarað á síðum doktor.is  en um leið er þess gætt að þær séu ekki persónurekjanlegar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur