þorsti

Hvad getur það verið þegar madur er alltaf þyrstur og madur svalar þorstanum med vatni og eftir smá tíma er madur orðinn mjog þyrstur aftur?

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Margar ástæður geta verið fyrir auknum þorsta og er það meðal fyrstu einkenna sykursýkis. Hár blóðsykur í blóði getur orsakað aukinn þorsta og tíð þvaglát.

Aðrar hugsanlegar ástæður geta verið vegna veikinda, uppkasta og niðurgangs, mikil neysla á salti og sterkum mat, ýmsar tegundur lyfja og/eða líkamsbruni. Ef þorsti kemur til vegna ofþornunar er mikilvægt að drekka vel. Hins vegar getur verið hættulegt að drekka of mikinn vökva þar sem það getur leitt til elektrólýta- ójafnvægis í líkamanum. Þá nær líkaminn ekki að viðhalda réttu hlutfalli vatns og natríums, sem getur leitt til margra líkamlegra kvilla.

Ég hvet þig til að ræða þetta við þinn heimilislækni. Hann fer yfir þetta með þér og skoðar þetta meðal annars út frá heilsufarssögu þinni og einkennum.

Gangi þér vel,

Kveðja Rebekka Ásmundsdóttir

hjúkrunarfæðingur