Þrálátt suð fyrir eyrum.

Í ár eða svo hefur suð fyrir eyrum verið að ágerast svo að það er farið að valda mér verulegum óþægindum.
Hvað getur valdið þessu suði og hvað er til ráða ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Suð fyrir eyrum getur stafað af fjölmörgum orsökum, svo sem mikill hávaði, bakteríusýking í miðeyra, veirusýking í innra eyra, æxli í heyrnartaug, sjúkdómar í kjálkalið og eyrnamergur. Þrátt fyrir ýtarlega leit finnst oft engin orsök og þurfa því einstaklingar að finna leiðir til að lifa með þessu. Einstaklingum með þessi einkenni er ráðlagt að fá tíma hjá háls-, nef og eyrnasérfræðingi til að fara yfir málin. Læt fylgja með meiri upplýsingar um suð fyrir eyrum og vona að þetta hjálpi eitthvað. Gangi þér/ykkur vel.

https://notendur.hi.is/magjoh/almfr/hals/eyrnasud.htm

https://doktor.is/grein/eyrnasud

https://doktor.is/grein/sud-fyrir-eyra

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.