Þrútin augu

Góðan daginn ég vaknaði í dag og er mjög þrútin um augun og augun eru glansandi,svakalegur hausverkur sem liggur í enninu.Trúlega með huta því ég er rjóð í kinnunum . Eru þetta einkenni flensu.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Kvefvírusar leggjast gjarnan á slímhúðir í andliti, nef, háls eyru og augu. Það sem þú lýsir er að öllum líkindum einhver veirupest.

Ég set hér  tengil á ágæta umfjöllun um slíkar sýkingar sem getur mögulega komið þér að gagni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur