Langaði aðeins að forvitnast.
Ég hef alltaf verið a reglulegum blæðingum 26 daga tiðahring.
Hins vegar í þessum mánuði breyttist aðeins. Ég vissi nakvæmlega hvenær ég átti að byrja, fékk þessa túrverki eins og venjulega en engar blæðingar. 2 dögum seinna (eftir að ég átti að byrja) ennþá með verki kom smá (yfirleitt a mikklum). Ég hafði stundar óvarið kynlíf 14 dögum áður en ég átti að byrja og strax viku eftir það voru geirvörturnar aumar.
Hvað getur ollið þessari röskun? Þetta er ekki hreiðursblæðing?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Tíðahringnum er stjórnað af hormónum frá heila og eggjastokkum og getur hann því verið misjafn bæði milli kvenna en einnig hjá sömu konunni. Meðal tíðahringur er 28 dagar en hann getur verið allt frá 21 og upp í 45 daga. Flestar konur eru á frekar reglulegum tíðablæðingum en geta komið frávik svo sem eins og við: stress, álag og veikindi o.s.frv. sem geta haft þær afleiðingar að tíðahringnum seinkar.
Egglos er yfirleitt 14 dögum fyrir næstu blæðingar og eru konur því frjósamastar 3-4 dögum fyrir egglos og getur það tímabil varið áfram í 1-2 daga eftir egglos þar sem sæðisfrumur geta lifað í allt að 3-4 daga. Ég myndi því benda þér á að taka þungunarpróf, sérstaklega vegna þeirra einkenna sem þú ert að sýna.
Gangi þér vel,
Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.