Þurkur og kláði á augnlokum

Tvö síðast liðin ár eða svo hef ég verið með óþægilegan þurk á báðum augnlokunum sem hefur leitt til mikils kláða og þarfar á að klóra mig á augnlokunum stundum til blóðs.
Hef reynt marga áburði en ekkert dugar.

Hvað gæti valdið þessum þurki og kláða ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þurrkur á augnlokum getur stafað af ofnæmi, bakteríusýkingu eða annarskonar húðvandamáli. Mikilvægt er að greina ástæðuna til að geta hafið rétta meðferð og ættu augnlæknar eða húðsjúkdómalæknar að geta gert það. Læt fylgja með smá lesefni um þurrk á augnlokum.

Gangi þér/ykkur vel.

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.