Goðan daginn, eg er búin að vera lasin með háls særindi i 5 daga og núna hefur bæst við rosalega þurr hósti, en þegar eg hósta er það svo sárt og “rífur í” svona einhvern í, og það er svo vont að hósta að eg reyni allt til að hósta ekki. Er þetta eitthvað til að hafa ahyggjur af?
Eg hef aldrei fengið lungnabólgu og á svona veikindi ekki til
Kveðja
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Í flestum tilvikum hjá annars heilbrigðu fólki er um vírussmit að ræða og lítið hægt að gera annað en að bíða það af sér á meðan líkaminn sér um að lækna sig. Almenn húsráð eins og verkjalyf, hvíld og drekka vel af vökva hjálpa til í bataferlinu.
Ef hóstinn er viðvarandi og /eða þú getur ekki sofið fyrir hósta og ef þig grunar að þú sért að koma þér upp lungnabólgusýkingu skaltu hafa samband við lækni. Ég set hér með tengil á grein um lungnabólgu sem getur mögulega komið þér að gagni
Með kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur