Þvagfærasýking

Hvert er hægt að leita ef grunur er um þvagfærasykingu um helgi?

Góðan dag,

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að leita á læknavaktina að Háaleitisbraut 68 frá 09:00 til 23:30 um helgar. Einnig eru heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgasvæðisins sumar hverjar opnar í einhvern tíma yfir helgar, hægt er að skoða opnunartíma á heimasvæði viðkomandi heilbrigðisstofnanna.

Bestu kveðjur

Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur