Þvagfærasýking á meðgöngu

Sæl, ég er með fyrispurn um þvagfærasýkingu á meðgöngu. Nú var ég að komast að því að ég er ófrísk og komin um 5 vikur á leið. Samt erfitt að segja til um meðgöngulengd þar sem ég var bara búin að fara einu sinni á blæðingar eftir fæpingu síðasta barns og getnaðarvarnir notaðar.
Síðustu daga er ég bújn að vera að skjálfa út kulda og vissi ekki ástæðuna fyrir því fyrr en í morgun en núna er ég með stanslausan sviða verki og farin að pissa blóði. Ég er komin á lyfið keflex. Ég er einnig með barn á brjósti.
Ég hef ekki fengið þvagfærasýkingu á meðgöngu áður en þetta er fjórða meðgangan mín.
En núna er ég að hafa áhyggjur af fóstrinu, getur það beðið einhvern skaða við þessa sýkingu og þetta lyf?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins sem heitir  “Greining og meðferð þvagfærasýkinga hjá barnshafandi konum”

er þetta eitt af þeim lyfjum sem má nota við þvagfærasýkingu á meðgöngu.

Þú getur lesið um það nánar á þessari slóð HÉR  –  Keflex heitir öðru nafni Cefalexíni og má finna í töflunni.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir
Hjúkrunarfræðingur