getur þu sagt mer af hverju kemur vond lykt af þvaginu hef aldrei fundið þetta aður
Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Vond lykt af þvagi getur t.d. verið vegna þess að líkaminn fær ekki nægan vökva. Þá verður styrkur ýmissa úrgangsefna í þvagi hærri en ella, þvagið verður dekkra á litinn og lyktin eykst.
Litur og lykt þvags er í rauninni góður mælikvarði á vökvabúskapinn. Það ætti að vera ljósgult en ekki dökkgult. Etv er skýringin þessi hjá þér.
Svo getur líka verið um sýkingu að ræða, en þá ættirðu einnig að fá önnur einkenni eins og sviða eða verk við þvaglát, tíð þvaglát, eða finnst þú þurfa að pissa en getur það ekki.
Ef þú ert með þessi einkenni ættirðu að fara með þvagprufu á þína heilsugæslustöð í ræktun og hitta heimilislækninn þinn.
Gangi þér vel,
Svanbjörg Pálsdóttir
Hjúkrunarfræðingur