Þyngtartap.

‘eg er komin vel yfir miðjan aldur, og hef alltaf verið mj´ög hraust. Var aðeins yfir kjörþyngd á tímabili en það er nokkuð langt síðan. Nú hef eg tekið eftir því að ég léttist jafn og þétt án þess að eg hafi nokkra skýringu á því. Borða allt sem mig langar í og er aldrei svöng. Blóðþtýstingurinn er góður og blóðsykurinn sömuleiðis. .Þetta ar allt í lagi eins er, ef þessu heldur áfram fer ég að hafa áhyggjur. Er þetta skannske „bara aldurinn“
.Bestu þakkir .

æl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það getur margt spilað inní óeðlilegt þyngdartap og nauðsynlegt að vita hvað veldur. Þrátt fyrir að í fyrstu sé það jákvætt þá þarf lítið til að það fari að snúast uppí andhverfu sína. Ég mæli með að þú farir og hittir heimilislækni og ræðir þetta við hann.

Gangi þér vel

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.