Tíð þvaglát

Maðurinn minn talar um það að hann þurfi að ansi oft að pissaá nóttini og frekar lítið í einu ogeinnig að hann orðið erfitt með að halda þvagi. Hvað er til ráða?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Vandamál tengd þvaglátum karlmanna eru mjög algeng og þá sérstaklega hjá körlum sem eru um og yfir sextugt. Helsta orsök þess má rekja til blöðruhálskirtilsins, en þegar aldurinn færist yfir hjá karlmönnum þá á hann það til að stækka og valda einkennum eins og þvagteppu,  þvagleka, bunan verður lítil og slöpp, erfiðleikar með að tæma þvagblöðru, tíð þvaglát á nóttu sem degi  o.fl.

Ég hvet manninn þinn til að leita til ykkar heimilislæknis til að láta kanna blöðruhálskirtilinn.

Gangi ykkir vel.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.