Tíð þvaglát

24 – Kona

Góðan daginn,

Ég pissa mjög oft yfir daginn (og á nóttinni ef ég drekk vökva fyrir svefn, en reyni að forðast það). Mér finnst eins og það komi svona þrefalt meira út heldur en ég er að drekka, eins og líkaminn minn framleiði bara svona mikið.
Síðan pissa ég ennþá oftar ef ég er stressuð, þá á hálftíma fresti eða oftar…

Ég finn ekki fyrir neinum sársauka, en lendi stundum í smávegis þvagleka og líka bara pirrandi að þurfa pissa endalaust og alltaf pæla hvar næsta klósett sé…

Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þú hefur ekki farið og látið stixa þvagið hjá þér, þá mæli ég  með að þú gerir það til að útiloka að þú sért ekki með þvagfærasýkingu. Þvagfærasýking getur stundum verið frekar einkennalítil svo ég hvet þig til að útiloka þann möguleika.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir tíðum þvaglátum:

  • Lyf eða drykkir sem auka þvagmyndun
  • Sýking, sjúkómur, meiðsli eða ertingur í blöðru
  • Líkamsástand sem veldur aukinni þvagframleiðslu
  • Breytingar í vöðvum, taugum eða öðrum vefum tengt þvagkerfinu.
  • Ákveðnar krabbameinsmeðferðir

Ef þetta er að angra þig þá mæli ég með að þú leitir þér læknis til að athuga hvort einhverjar undirliggjandi ástæður séu að baki þessum einkennum.

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur