Thelma
Góðan dag.
Er aldur flestra kvenna við tíðahvörf sá sami eða svipaður og mæðra þeirra?
Ef svo er – er þá um arfgengni að ræða?
Eru það mýtur að konur sem hætta seint á blæðingum eldist betur en þær sem hætta snemma?
Þær konur sem byrja snemma á blæðingum hætta þær líka fyrr en þær sem byrja seinna?
Takk fyrirfram fyrir svörin.
Kveðja,
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Talið er að tíðarhvörf séu arfgeng en það er samt ekki hægt að alhæfa um það. Það eru meiri líkur en minni á því að dóttir byrji á sama tíma og móðir í tíðahvörfum, sérstkalega ef amma og langamma hafi byrjað á sama tíma. Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á arfgengni í tíðarhvörfum og að þær sem byrja fyrr á blæðingum byrja líka fyrr í tíðahvörfum og öfugt en þetta getur hoppað yfir ættlið og er þá einhver truflun í hormónaframleiðslu. Það er talið að konur sem byrja tíðarhvörf eftir fimmtugt lifi lengur en þær sem byrja tíðahvörf fyrir fertugt og hefur það með framleiðslu estrogens að gera. Því fyrr sem framleiðsla minnkar eykur það líkur á hjartasjúkdómum og beinþynningu. Hér spila að sjálfsögðu lifnaðarhættir inní eins og t.d. reikingar, mataræði og hreyfing. Læt fylgja með smá lesefni sem tengist efninu.
Gangi þér vel,
https://www.webmd.com/menopause/features/menopause-age-prediction#1
https://doktor.is/grein/breytingaskeid-kvenna-2
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.